Starfsmenn

Hjálmar Sveinson

Hjálmar Sveinsson er leiðsögumaður, langhlaupari, kennari, þýðandi, bókaútgefandi og borgarfulltrúi. Hann starfaði lengi sem útvarpsmaður og fjallaði þá m.a. talsvert um umhverfismál og borgarskipulag. Hann er höfundur nokkurra bóka um íslenska listamenn. Stúderaði heimspeki og germanistik við Freie Universität í Berlin og var búsettur í Berlín um 12 ára skeið. Hjálmar er vanur leiðsögumaður og hefur bæði leitt erlenda ferðamenn um perlur Íslands en einnig íslendinga um borgir og sveitir Evrópu. Hann hefur haldið vinsæl námskeið við Endurmenntun Hálskóla Íslands um sögu Prússlands og haldið í kynnisferðir til Berlínar í kjölfarið. Hjálmar er stofnandi útgáfufélagsins Omdúrman og atviksbóka-ritraðarinnar.

 

 

 

Margrét Blöndal

Margrét Blöndal er myndlistakona sem sýnir verk sín víða um heim. Hún hefur skipulagt fjölskylduferðir og útivistarnámskeið fyrir börn ásamt Ósk. Hún er vön fjallageit, frábær kokkur og býður uppá fjalla-yoga-teygjur í ferðum. Margrét stundar sjósund allan ársins hring.

Ósk Vilhjálmsdóttir

Er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Hún hefur starfað við leiðsögn á hálendi Íslands síðan 1991 og hefur sérhæft sig í gönguleiðsögn og náttúruskoðun. Ósk hefur ásamt Margréti H. Blöndal skipulagt ferðir og útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur. Hún er einnig þekkt baráttukona fyrir náttúruvernd á Íslandi. Árin 2002 til 2006 skipulagði hún gönguferðir til að vekja athygli á lítt þekktu friðlandi hreindýra og gæsa norðan Vatnajökuls áður en það hyrfi undir uppistöðulón fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ósk hefur skipulagt fjölda funda og uppákomur til vekja athygli á náttúruspjöllum vegna  virkjanaframkvæmda og er einn af stofnendum Framtíðarlandsins, félags sem vill ýta undir meiri sköpunargleði í samfélaginu og virðingu fyrir náttúrunni. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Berlín, Wien, París, Bremen, Graz, Kaliningrad, Malmö, Kölln og auðvitað á Íslandi. Hún vinnur með ljósmyndir, videó innsetningar og málverk. Ósk stúderaði myndlist í Hochschule der Künste í Berlín.

 

Borghildur Indriðadóttir