FENEYJATVÍÆRINGUR – 2019

75.000 kr.

Haustferð undir handleiðslu Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra íslenska skálans í Feneyjum og Óskar Vilhjálmsdóttur mydlistarmanns er nú í bígerð. 
Leiðangurinn verður í formi námskeiðs fyrir fagfólk í myndlist og tilvalin endurmenntun fyrir kennara í faginu.  

Ferðatímabil: 19. – 23. september 2019*

Áhugasamir hafi samband: osk@wanderlust.is

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

May You Live In Interesting Times –  Myndlistarferð til Feneyja

Markmið ferðarinnar er að þátttakendur njóti þess að fá góða yfirsýn yfir Feneyjatvíæringinn og helstu listsýningar í öðrum listastofnunum borgarinnar, geti átt í áhugaverðri samræðu við leiðsögumenn og hópinn um upplifanir sínar og notið góðs félagsskapar og þeirra lífsins lystisemda sem hin dásamlega borg, Feneyjar, hefur uppá að bjóða.

Boðið er uppá tvo fyrirlestra í Reykjavík áður en ferðin hefst. Þátttakendum verður veitt innsýn í Feneyjatvíæringinn sem nú er haldinn í 58. sinn og er elsti starfandi myndlistartvíæringur í heimi. Yfirskrift eða þema tvíæringsins í ár er May You Live In Interesting Times. Þátttakendum verður veitt lesefni um inntak meginsýningarinnar. Auk þess verða þjóðarskálarnir kynntir og þeir listamenn sem eru fulltrúar þeirra þjóða sem taka þátt. Á undirbúningsfundi gefst kostur á að spyrja spurninga, ganga frá praktískum hlutum leiðangursins, koma með hugmyndir og athugasemdir og ræða ævintýrið sem framundan er, listina og lífið.

19. september
Ferðadagur

20. september
Förum í Prada Foundation og skoðum yfirlitssýningu á verkum Jannis Kounellis. Einkasýning Luc Tuymans skoðuð í Palazzo Grassi. Sameiginlegur kvöldverður.

21. september
Arsenale – meginsýningin í Arsenale byggingunni skoðuð auk þeirra þjóðarskála sem þar eru.

22. september
Giardini – meginsýningin í Giardini garðinum auk valinna þjóðarskála skoðað. Sameiginlegur kvöldmatur.

23. september
Heimferðardagur
/ fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða samtímamyndlistarsýningar í Berlín á heimleiðinni, þá felur ferðin einnig í sér leiðsögn Birtu Guðjónsdóttur um helstu samtímalistastofnanir og valdar, áhugaverðar sýningar í Berlín.

.. svo er möguleiki á framlengingu ferðar (áhugasamir hafi samband osk@wanderlust.is) – Þá verða þjóðarskálar víða um borg auk fleiri listastofnana skoðaðir auk listsýninga víða í borginni; Peggy Guggenheim Museum, Punta della Dogana, Palazzo Grassi, Fondazione Prada, Accademia safnið. Líka gaman að skreppa á Lídó ströndina og busla í volgum sjó áður en haldið er heim á leið.

Leiðsögumenn ferðarinnar eru Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og Birta Guðjónsdóttir myndlistarmaður og sýningarstjóri. Þær hafa báðar heimsótt Feneyjatvíæringinn frá árinu 2003 og þekkja borgina og samhengi þessarar mikilvægu listsýningar afar vel. Birta starfaði sem aðstoðarkona Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarkonu þegar hún var fulltrúi Íslands á tvíæringnum 2005 og dvaldi Birta jafnframt í borginni um 6 mánaða skeið.

Birta Guðjónsdóttir er myndlistarmaður og sýningastjóri, búsett í Reykjavík og Berlín. Birta er sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum nú í ár. Birta starfaði sem deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands 2014-2018. Árið 2015 var hún sýningarstjóri Momentum 8 – Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist í Moss, Noregi og árið 2013 var hún gesta sýningarstjóri Norræna myndlistarþríæringsins í Listasafninu í Eskilstuna í Svíþjóð. Birta hefur sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri stýrt yfir 20 sýningum í borgum s.s. Basel, Berlín, Boden, Kaupmannahöfn, Osló, Melbourne, New York og St. Pétursborg, auk margra listasafna og listrýma á Íslandi. Hún starfaði sem safnstjóri Nýlistasafnsins (2009-2011), listrænn stjórnandi sýningarrýmisins 101 Projects (2008-2009) og sýningarstjóri í SAFNi, samtímalistasafni (2005-2008), í Reykjavík, auk þess sem hún rak eigið heimagallerí; Gallerí Dverg (2002-2013).

Ósk Vilhjálmsdóttir stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Hochschule der Künste í Berlín. Hefur dvalið við nám og störf í Berlín.
Verk hennar hafa víða verið sýnd hér heima og erlendis.
Hefur dvalið á vinnustofum HIAP í Helsinki, Kjarvalsstofu í París, og Dalsåsen í Noregi
Kennsla við LHÍ, Myndlistaskólan í Reykjavík, UdK í Berlín, Nordiska Konstskolan í Kokkola í Finnlandi. http://oskvilhjalmsdottir.is/ 

Fjöldi: 6 – 14 manns
VERÐ:
139,380 (gisting á gistiheimili í Feneyjum)
155,540 (gisting á 3* hóteli)
Innifalið:
·Kynningarfundur og fyrirlestrar í Reykjavík, lesefni
·Námskeið í Feneyjum (Birta Guðjónsdóttir & Ósk Vilhjálmsdóttir)
·2 gistinætur við Via Garibaldi í námunda við Arsenale & Giardini
·1 gistinótt á flugvallahóteli í Milano
·Aðgangur að „May You Live In Interesting Times“ – Arsenale & Giardini

*Flug er ekki innifalið en við aðstoðum við bókanir.

*  Heimsferðir eru með afar hagstætt tilboð á þessum dagsetningum, 29,900 báðar leiðir með innritiðum farangri og handfarangri. 

Flogið út að kvöldi 19. september og heim að morgni 23. september.

Hér er umfjöllun á RÚV um Feneyjatvíæringinn í ár

Hér er umfjöllun um Chromo Saphiens og Shoplifter, framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2019

MBL Myndlistarkeppni þjóðanna