Gönguferð í Atlasfjöllunum, september 2017

50.000 kr.159.900 kr.

15. – 24. september 2017

Leiðangur með hirðingjum um Há-Atlasfjallgarðinn

Farangurstrúss, tjaldbúðir og matseld í liprum höndum hirðinga.
Valkostur að klífa M'Goun, næst hæsta fjall Norður-Afríku. 

*möguleiki á framlengdri ferð um konungsborgir og strandir Marokkó. Gistingar í ævintýralegu kasbach og klassísku riad – marokkóskt gæðafæði.

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Gönguferð um Há-Atlasfjöllgarðinn þar sem goðsagan um Atlas, mannleg gildi og útivist renna saman í eitt. Á leiðinni gefst tækifæri til að klífa M’goun næst hæsta fjall Norður-Afríku, 4.068 m, sem er ævintýri líkast. Ferðinni lýkur í seiðmagnaðri Marrakesh.

15. september: Komið til Marokkó. Við ökum beint af flugvellinum í Marrakech á indælt sveitasetur við jaðar Há-Atlasfjallgarðsins. Þar hafa belgísk hjón komið upp vistvænum sjáfbærum búskap og framleiða grænmeti, osta, kæfur og kruðerí, allt beint frá býli. Ljúffengur kvöldverður í sveitasælu.

16. september: Ekið yfir í hæsta fjallaskarð Marokkó, Tichka-skarðið sem er í 2260 m. Við ferðumst um stórbrotið landslag og litríka dali. Í hlíðunum berbaþorp og hirðingjar með hjarðir sínar. Leiðin liggur til hinnar fornu leirborgar Ait Benhaddou sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar hafa fjölmargar þekktar Hollywood myndir verið teknar. Landslagið sem tekur við minnir um margt á íslenska hálendið. Við gistum í gistihúsi í þorpinu Boutaghrar.

17.september: Fyrsti göngudagur, um 5 – 6 klst ganga. Við fylgjum okkar góðu múlösnum upp með Ait hams ánni um mögnuð gljúfur og litadýrrð. Trjágróðurinn er fjölbreytilegur en leiðin liggur í gegnum seprus-, valhnetu-, möndlu- og fíkjuviðarskóga. Við heimsækjum fallegan Kasbah og höldum áfram í tjaldbúðir í um 1750 m hæð.

18.september: Við yfirgefum þennan fallega stað og fylgjum árfarveginum upp á M’Goun sléttuna. Eftir hádegismat heimsækjum við þorpið Tighanimine og gistum í um 1800 m hæð. 6 klst ganga.

19.september: Í dag njótum við þess að kynnast fegursta hluta M’Goun gljúfranna þar sem áin Oued flæðir í þröngum farvegi milli hárra veggja; sums staðar er næstum hægt að snerta gjúfraveggina með sín hvorri hendi. Tjaldbúðir í námunda við þorpið Imi Nirkt í um 2000 m hæð. 7 klst ganga.
Hér gefst tækifæri fyrir gönguglaða að leggja lykkju á leið sína og klífa M’goun, hæsta fjall Norður-Afríku (4.068 m)
Hópurinn heldur áfram um M’Goun fjallgarðið og heimsækir afskekktustu þorp Atlasfjallanna. Við hittum fyrir heimamenn við vinnu sína, hvern á sínu sviði. Gisting í námunda við Tighremt Ait Hamd í um 2200 m hæð. 6 klst ganga.
Gönguglaðir halda á tindinn í fylgd með sérhæfðum gönguleiðsögumönnum. Gist í 2800 m hæð. Um 8 klst ganga.

20.september: Leiðin liggur upp í Tizi Aït Imi skarðið (2905 m) sem tengir dalina Ouzighimt og Aït Bouguemez saman. Við njótum útsýnis og höldum svo niður í þorpið R’bat í Hamingjudalnum. Gisting á litlu gistiheimili rekinni af fjölskyldu í dalnum.
Gönguglaðir taka daginn snemma og fara á fætur um kl. 03:00. Leiðin liggur eftir löngum hálsi M’goun alla leið upp á tindinn í 4.068 metra hæð. Þar býður stórkostlegt útsýni yfir Atlas fjöllin einsog þau leggja sig, hafið og eyðimörkina. Síðan her haldið af tindinum og gist í um 2900 m. 9 klst ganga.

21. september: Dagur til að njóta náttúrufegurðar og mannlífs Hamingjudalsins, gestristni og menningu berba. Förinni er heitið í fótspor risaeðla sem áður þrömmuðu dalin. Heimsækjum barnaskóla í dalnum og forna kornhlöðu við leiði dýrlingsins Sidi Moussa sem er helgur staður uppi á lágu þríhyrningslaga fjalli. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir dalinn. Við snæðum hjá berbafjölskyldu og höfum tíma til að skoða þorpin og mannlífið í dalnum.
Gönguglaðir leggja af stað í bítið uppí 3400 m skarð og þar opnast ný sýn yfir dali og fjöll. Að leiðarlokum hittast hóparnir aftur og gista síðustu nóttina saman í Hamingjudalnum. 8 klst ganga.

22. september: Við njótum morgunsins í friðsælum Hamingjudalnum áður en við ökum til baka til Marrakech þar sem við gistum í tignarlegum herragarði, Riad, næstu tvær næturnar.

23. september: 
Dagur í Marrakesh. Við förum í gönguferð með local leiðsögumanni um gömlu medínuna og kynnumst merkri sögu og litríku, iðandi mannlífi.  Við kynnumst hinu fræga torgi „Djema El Fna“ þar sem slöngutemjarar, tónlistarfólk, akróbatar og sögumenn skemmta gestum og gangandi. Magnað alþýðuleikhús á heimsminjaskrá UNESCO.

24. september: Heimferð frá Marrakesh.

Leiðangurstjóri: Ósk Vilhjálmsdóttir

Hópur: 8-15 manns

Verð: 159.900
aukakostnaður vegna einstaklingsherbergis 1 nótt í upphafi og 2 nætur lok ferðar í Marrakesh: 18.500

Innifalið:

 • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka á flugvöll
 • 1 gistinótt á sveitasetri með kvöldverði og morgunmat
 • 2 nætur á gistiheimili í „Hamingjudalnum“ fullt fæði
 • gönguferð í „Hamingjudalnum“ með local leiðsögumanni, kokki og múlasna sem flytur farangur á milli staða
 • heimsókn til vinafjölskyldna í „Hamingjudalnum“
 • 3 nætur í hirðingjatjaldbúðum í Atlas-Fjöllunum, fullt fæði
 • 1 nótt á gistiheimili í „Rósadalnum“, fullt fæði
 • 2 nætur í Marrakesh í ***riad, frjálst fyrra kvöldið, kvöldverður seinni daginn
 • Íslenskur leiðangurstjóri
 • Akstur í þægilegri loftkældri fjórhjólabifreið

Ekki innifalið:

 • Flug (áætlað. 45.000 – 80.000. – kr. m. sköttum, við aðstoðum við bókun, ódýrast að bóka snemma
 • Ferðatryggingar
 • Búnaður sem er nauðsynlegur fyrir gönguferð (búnaðarlisti sendur á þáttakendur)

Riad: klassík marókkönsk heimili eða fjölskylduhús, staðsett innan borgarmúranna „medínunnar“ (gamla bæjarins)
Marókönsk byggingarlist er oft áhugaverðari innan- en utanhúss. Hún leitast við að skapa nánd, frið og fegurð að innan en gefa lítið uppi utanfrá. En þegar gesti er boðið að stíga innfyrir þröskuldinn tekur við töfraheimur. Miðja hýbýlisins er torg með garði fagurlega skreytt, oft gosbrunnur eða lítil laug í miðjunni.  Miðgarðurinn (jarðhæð) er yfirleitt umkringdur súlnagöngum með aðgengi að almenningsrými, stofu og eldhúsi. Svefnherbergin dreifast upp á efri hæðirnar. Efst uppi er þakgarður þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á morgunverði eða kvöldmat og njóta þess að horfa yfir borgina og flatmaga í sólinni.\n\nRiad er sannkallaður griðarstaður sem gefur gestum innsýn inn í marókkanskan menningarheim.

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

 

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka:

Staðfestingargjald, bóka ferð