Háhitasvæði á heimsvísu – 3ja daga ferð

25.000 kr.138.000 kr.

26. júlí 2018

Leiðsögumenn : Ósk Vilhjálmsdóttir & Margrét H. Blöndal

einnig í boði sem 5 daga ferð

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Þriggja daga gönguferð með trússi, gæðafæði. Gist í skálum. 

Gönguferð með trússi, matseld, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Við könnum hin víðfemu og furðu lítt þekktu hverasvæði í Austur- og Vestur-Reykjadölum sem eru utan alfaraleiðar. Í góðu veðri er mögnuð fjallasýn og útsýni yfir flesta jökla landsins.

Í morgunmat er boðið uppá gabrielsgraut úr lífrænu íslensku byggi, eða chiagraut eftir smekk ferðafélaga, holt og gott þjóðlegt nesti, ljúffengar krásir á hverju kvöldi úr vönduðu hráefni.

Dagur 1: Hópurinn hittist á Selfossi kl. 9 þar sem við eigum stefnumót Jóa fjallabílstjóra. Ekið sem leið liggur um Gunnarsholt og Keldur að rótum Laufafells. Gengið með Markarfljóti við litríkan jaðar Torfajökulsdyngjunnar. Fossinn Rúdolf verður á vegi okkar. Leiðin liggur í Dalakofa þar sem við gistum í notalegum skála Útivistar næstu tvær næturnar.

Dagur 2:  Nú er runninn upp dagur til að kynnast furðufyrirbærum sem ótrúlega fáir hafa augum barið, enda utan alfaraleiðar. Ferðinni er heitið í Austur-Reykjadali þar sem við skoðum ein mögnuðustu og fjölbreyttustu háhitasvæði í heimi. Í góðu skyggni er gaman að ganga að Jónsvörðu, þaðan er útsýni yfir líparítskriður, jökla og strýtulaga fjöll – stóran hluta friðlandsins að Fjallabaki.

Dagur3: Nú göngum við um Vestur-Reykjadali, sem er ekki síður áhugavert háhitasvæði. Áfram yfir Pokahrygg þar sem við njótum útsýnis yfir Hrafntinnuhraun, Hrafntinnusker og rjúkandi hveri í Austur- og Vestur-Reykjadölum. Svo látum við okkur líða niður á iðagræna velli Dómadals og alla leið í Landmannahelli þar sem við eigum stefnumót við bílstjóra. Ekið heimleiðis og komið til Selfoss síðdegis.

möguleiki að framlengja um 2 daga

Hópur: 8-18 manns

Verð: 138.000 (með vsk)

Innifalið í verði:

  • Leiðsögn
  • Gisting í skála í svefnpokaplássi
  • Akstur
  • Trúss með mat og farangur
  • Fullt fæði og matseld í 5 daga, (líka nesti) frá hádegi á degi 1 til hádegis á degi 5
  • Fjallateygjur

Ráðlagður búnaður:
Bakpoki (45-60 L), svefnpoki, vatnsflaska, hitabrúsi, góðir gönguskór, sandalar eða vaðskór, göngustafir (val)

Fatnaður:
Vatnsheldur hlífðarfatnaður (buxur og stakkur), undirföt (úr ull, silki eða gerfiefni), göngubuxur, þunn langerma peysa eða skyrta, lopapeysa eða þykk flíspeysa, þunnir fingravettlingar, ullar vettlingar, húfa og/eða buff, 3-4 pör göngusokkar og 1 par ullarsokkar fyrir kvöldin, sundföt.

Smádót:
Tannbursti, tannkrem, sólaráburður, sólgleraugu, lítinn skyndihjálparpoka, salernispappír, kveikjara, handklæði, vasahnífur, höfuðljós, góð bók, myndavél, auka batterí.