Handverk og náttúrufegurð í Marokkó – Maí 2019

100.000 kr.259.900 kr.

12 daga leiðangur/námskeið í Suður-Marokkó

28. maí – 8. júní*

undir handleiðslu Rögnu Fróða fata- og textilhönnuðar

Lúxus gistingar í húsakynnum sem minna á 1001 nótt

Fjöldi: 8 – 13 manns

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Leiðin liggur til Suður Marokkó um sjávarþorp, miðaldaborgir og blómlegar sveitir þar sem geitur klifra í Argantrjám. Við kynnumst mögnuðum jarðmyndunum í Anti-Atlasfjöllum og fornri handverkshefð úr menningarbrunni berba, araba, gyðinga, spánverja og frakka.

Áður en lagt er í leiðangurinn verða tveir fyrirlestrar í boði og verða í höndum Rögnu Fróða og Óskar Vilhjálmsdóttur. Þar verður fjallað um sögu, menningu, handverk, byggingarlist, heimilisiðnað og daglegt líf í Marokkó. Auk skipulag ferðarinnar.

Á vettvangi verða skilningarvitin virkjuð með því að vera áhorfandi og þáttakandi í senn þegar við heimsækjum heimamenn við störf og listsköpun. Við fylgjumst með bygginu leirhúsa og fáum að taka til hendinni ásamt því að læra aldagamlar aðferðir Norður Afríkubúa. Hefðbundnin húsbygginaraðferð þeirra hefur haldist óbreytt frá því á dögum Krists. Okkur gefst tækifæri til að taka þátt í leirkerasmíð og tadelakt sem er gömul aðferð við að gera yfirborð gljáandi og vatnshelt. Við fáum námskeið í fornri leturgerð með bambusfjöður og náttúrulegu bleki. Við kynnumst spunatækni, litunaraðferðum og vefnaði. Heimsækjum heimamenn og fáum innsýn inní heimilisiðnað sem lifir góðu lífi í Marokkó líkt og fyrir nokkrum öldum á Íslandi. Ferðin er leiðangur sem farinn er á tímavél, stefnt nokkrar aldir aftur í tímann og við tökum með okkur til baka aldagamla þekkingu fortíðar inn í framtíðina.

28. – 30. maí: Agadir
Komið til Marokkó. Við komum okkur vel fyrir í ævintýralegum leirkastala, Kasbah sem trónir aleinn á hæð við jaðar Souss svæðisins. Gistum þar fyrstu tvær næturnar. Þar verður tekið vel á móti okkur en íslendingar eru í miklu uppáhaldi á þessum stað. Daginn eftir gefst tækifæri til að fara á námskeið í tadelakt og leirkerasmíð, einnig matreiðslunámskeið síðdegis. Markaðir og ströndin. Einnig má panta nudd og hammam á staðnum, hvíla sig og baka fölan vanga við sundlaugarbakkann.

30. maí – 2. júní: Tafraoute
Ekið til Anti-Atlasfjalla. Við heimsækjum heimamenn, kynnumst spuna, litun, vefnaði, skósmiðum, almennum heimilisiðnaði, landbúnaði og matseld. Eldum með heimamönnum. Við skoðum landslagsverk eftir belgíska listamanninn Jean Verame, bláu steinana. Við heimsækjum gamalt berbaheimili sem nú er safn og skoðum ævaforna byggingarlist leirhúsa, sem hafa lítið breyst síðan á dögum Krists. Granít landslagið í Ammeln dalnum býður uppá áhugaverðar gönguferðir á fornum sjávarbotni. Hér njótum við gestrisni Jean og Bernadette, franskra hjóna sem hafa byggt upp yndisreit á þessum afskekkta stað og afar smekklegt hótel. Sundlaug í garðinum og maturinn er lostæti.

2. – 5. júní: Tiznit 
Ekið til Tiznit en á leiðinni heimsækjum við lítinn bæ sem er þekktur fyrir góðan leir og keramik. Við gistum næstu þrjár næturnar í í Tiznit sem er töfrandi lítill bær langt fyrir utan ys og þys ferðaþjónustunnar, þar allir eru pollrólegir. Bærinn er þekktur fyrir silfursmíði. Aby er okkar gestgjafi, hann er marokkómaður í húð og hár en uppalin í Hollandi og talar reiprennandi ensku, frönsku og flest tungumál. Priya konan hans er inversk að upruna og býður uppá skemmtilegur bræðing fyrir bragðlaukana. Gönguferð um Legzira ströndina þar sem leið liggur undir risavaxinn klett sem minnir á Dyrhólaey. Frískandi sjósund og svaladrykkir á gylltu ströndinni.

5. – 8. júní: Marrakesh – rauða borgin

Dagar til að njóta mannlífs og menningar í Marrakesh. Við förum í gönguferð með local leiðsögumanni um gömlu medínuna og kynnumst merkri sögu og litríku, iðandi mannlífi. Við kynnumst hinu fræga torgi „Djema El Fna“ þar sem slöngutemjarar, tónlistarfólk, akróbatar og sögumenn skemmta gestum og gangandi. Magnað alþýðuleikhús á heimsminjaskrá UNESCO. Kaktusagarður Yves St.Laurent heimsóttur, Jardin Majourelle og splúnkunýtt safn um hönnun og list meistarans. Gisting í hjarta gömlu medínunnar og hér fá gestir loks að kynnast hefðbundnu riadi sem eru eins konar fjölskylduhús sem hefur verið breytt í hótel.

8. júní: Heimferð

Einnig er í boði að fá sérsniðið framhald ferðar með gönguferð í Atlasfjöllum eða dásemdardvöl í strandbænum Essaouira.

Verð: 
verð án flugferða miðað við tvo í herbergi
aukagjald vegna sérherbergis

Innifalið í verði:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og frá hóteli á flugvöll
  • 11 gistinætur með hálfu fæði (morgunverður + ein máltíð)
  • Akstur í þægilegri loftræstri bifreið 
  • íslenskur leiðsögumaður/kennari (Ragna Fróða)
  • Marokkóskur leiðangursstjóri í ferðinni
  • Borgarleiðsögumaður í Marrakesh
  • Gönguferðir í Tafraoute og Mirleft 
  • Námskeið í ferðinni

Kostnaður við flug  50.000 – 70.000. Ódýrast að bóka snemma. Við veitum aðstoð við bókun, hér eru dæmi um hagstæð flug

Flugmöguleiki til Agadir 28. maí 2019
Flugmöguleiki 8. júní

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi