Hlaupaferð – dagsferð um Eldvörpin á Reykjanesi

6.000 kr.15.400 kr.

Dagsferð á Reykjanesi

27. júní 2020

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Eldvörpin á Reykjanesi eru magnað náttúruundur í nágrenni höfuðborgarinnar sem furðu fáir þekkja. Þessi 10 km langa gígaröð varð til þegar Eldvarpahraun rann á 13. öld og svipar til gígaraðar Holuhrauns.

Um klukkustundar akstur að Reykjanesbjargi þar sem við hefjum hlaup við Reykjanesbjarg. Brim, fuglalíf, rekaviður. Stutt skokk yfir að litríku sundursoðnu landslagi við Gunnuhveri. Þaðan yfir hraunbreiður og tungllandslag Reykjaness yfir í Eldvarpahraun og meðfram Eldvörpunum. Hlaupinu lýkur við Bláa Lónið þar sem bíllinn bíður okkar.
Möguleiki að skella sér í bað að loknu hlaupi fyrir þá sem vilja.

Verð: 13.900 (+ vsk)

Innifalið í verði:

  • leiðsögu-hlaupari (tveir ef hópur fer yfir 12 manns)
  • akstur

Fyrirkomulag:
Hópurinn hittist á BSÍ kl. 8:00 með nesti og góða skó. Við ökum um klukkustund að Reykjanesvita þar sem hlaupið hefst. Dagurinn verður ca. 19 – 20 km hlaup á úfnu flatlendi.
Hópurinn sóttur síðdegis við Bláa Lónið og ekið til baka til Reykjavíkur. Þeir sem vilja ljúka deginum með baðferð í Bláa Lónið þurfa að láta vita fyrirfram.