Náttúra, listir og mennig, október 2017

100.000 kr.259.900 kr.

Leiðangur um seiðmagnað Suður-Marokkó

Gistingar í ævintýralegu kasbach og klassísku riad – marokkóskar vellystingar

9. – 19/24. október 2017

Leiðangurstjóri: Ósk Vilhjálmsdóttir

Fjöldi: 4 – 10 manns

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

„Leið viskunnar liggur í gegnum eyðimörkina“
(orðatiltæki bedúína)

Leiðangur um magnaða náttúrufegurð Há- og Anti-Atlasfjallanna í Marokkó. Við kynnum okkur aldagamla handverkshefð úr menningarbrunni berba, araba, gyðinga, spánverja og frakka.

9. október: Agadir
Komið til Marokkó. Við komum okkur vel fyrir í þægilegum hefðbundnum, Kasbah, Eco-Kasbah sem trónir aleinn á hæð við jaðar Souss svæðisins. Skellum okkur í sundlaugina og njótum ljúffengs kvöldverðar.

9. – 12. október: Tafraoute
Leiðin liggur til bæjarins Tafraoute sem er gömul eyðimerkurbyggð í tignarlegu fjalllandslagi í vestanverðum Anti-Atlasfjallgarðinum. Við heimsækjum þorpið Oumesnat og skoðum ævaforna byggingarlist leirhúsa, sem hafa lítið breyst síðan á dögum Krists. Um leið verðum við margs vísari um heimamenn og menningu þeirra. Granít landslagið í Ammeln dalnum býður uppá áhugaverðar gönguferðir á fornum sjávarbotni.
Gisting og kvöldverður í fallegu kasbah hóteli.

12. – 16. mars: Agdz
Ferðalag yfir mögnuð fellingafjöll í Anti-Atlas fjallgarðinum. Síðan taka við pálmaekrur og tignarlegar kastalaborgir Draa dalsins. Við dveljum í hefðbundnum kasbah sem marokkanskur listamaður hefur gert upp og býður uppá gistingu og listsmiðjur. Við heimsækjum berbafjölskyldur og kynnumst lífi þeirra. Leirkerasmiðjur, matreiðslunámskeið ofl.

17. – 18. mars: Marrakesh
Akstur til Marrakech sem var stofnuð af berbum á 11. öld. Borgin er sannkölluð veisla fyrir skynfærin sem nær hápunkti á hinu fræga torgi „Djema El Fna“. Iðandi, seiðmagnað alþýðuleikhús hefur ekki stoppað í þúsund ár; kaupmenn, sögumenn, slöngutemjarar, akróbatar, shamanar og spákonur. Við pöntum okkur kvöldverð við torgið og fáum líka local leiðsögn um merka staði í Marrakech. Við gistum síðustu tvær næturnar í fallegu hefðbundnu riadi innan medínunnar í Marrakech og borðum saman hátíðarkvöldverð síðasta kvöldið.

19. október: Heimferð frá Marrakesh eða ferðalag til Essaouira

20. – 23. október: Essaouira
Í boði að framlengja og njóta dvalar á íbúðarhóteli innan gömlu medínunar í hippaborginni við ströndina. Dásamlega ljúf stemmning og iðandi hafnarmannlíf. Fiskur beint úr sjónum, fersk hafgola og gönguferðir á ströndinni.

24. október: Heimferð frá Essaouira

Leiðangur um suðrið október 2017

Verð: 259.900
verð án flugferða miðað við tvo í herbergi
aukagjald vegna sérherbergis: 49.000

Innifalið í verði:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og frá hóteli á flugvöll
  • 3 gistinætur með fullu fæði í kasbah
  • 3 gistinætur með hálfu fæði í kasbah 
  • 3 gistinætur með morgunverði í riad
  • Akstur í þægilegri loftræstri bifreið 
  • Íslenskur leiðsögumaður (Ósk Vilhjálmsdóttir)

 

Viðbótardagar í Essaouira 19. – 24. október, Verð:  67.800
Innifalið í verði:

  • Akstur frá Marrakesh til Essaouira með leiðsögumanni
  • 4 gistinætur á íbúðarhóteli
  • Akstur á flugvöllinn í Essaouira.

 

Kostnaður við flug  50.000 – 70.000. Ódýrast að bóka snemma. Við veitum aðstoð við bókun

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi