Suðrið og Sahara, mars 2018

50.000 kr.292.000 kr.

2ja vikna leiðangur um suður Marokkó á slóðum gömlu úlfaldalestanna

Gist í ævintýralegum lúxus kasbah og riad — marokkóskur gæðamatur og vellystingar— gönguferð — eyðimerkurferð
— menningarborgir, matreiðslunámskeið, leirkerasmíð, Atlantshafið fagurblátt.

10. mars 2018

Leiðangursstjóri: Ósk Vilhjálmsdóttir

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

„Leið viskunnar liggur í gegnum eyðimörkina“
(orðatiltæki bedúína)

Leiðangur um fjalllendi Há-Atlasfjallgarðsins, kyngimagnaðan Drâa- dalinn, kyngimagnað tungl landslag með óvæntum iðagrænum vinjum. Pálmaekrur og tignarlegar kastalaborgir. Við verðum margs vísari um innviði og uppbyggingu samfélagsins, landbúnað, áveitur, döðlurækt ofl. Við kynnumst heimamönnum sem bjóða okkur inná heimili sín. Við skoðum einar elstu leirkerasmiðjur heims, lítum við í kóranskóla sem hýsir allt að 1000 ára gömul handrit.

Farið verður í leiðangur með kameldýrum í Sahara eyðimörkinni. Endalausar sandöldur og iðagrænar vinjar. Morgnarnir dásamlegir til að njóta sólarupprásar, morgunkyrrðar og hugleiðslu. Við göngum um 4 – 6 tíma á dag og högum seglum eftir vindum. Hirðingjarnir eru gestgjafar og velja áningastaði að kostgæfin og bera í leiðangursmenn mat og drykk kvölds og morgna. Á kvöldin gefst tækifæri til að njóta sólarlagsins og stjörnuhiminsins yfir Sahara.

Leiðangurinn heldur áfram um Anti-Atlasfjallgarðinn, þar eru einar elstu jarðmyndanir jarðar og ævaforn byggingarlist. Leirhúsum sem lítið hafa breyst síðan á dögum Krists. Leirkeranámskeið og námskeið í hefðbundinni marokkóskri matargerðarlist stendur til boða. Auk þess gefst tækifæri til slökunar og að láta sig fljóta í sundlaug og rölta um sandstrendur Atlantshafsins.

Marrakech var stofnuð af berbum á 11. öld og er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Iðandi mannlíf á torginu forna „Djema El Fna“, seiðmagnað alþýðuleikhús sem hefur ekki stoppað í þúsund ár; kaupmenn, sögumenn, slöngutemjarar, akróbatar, shamanar og spákonur. Við fáum local leiðsögn um merka staði í Marrakech og gistum síðustu næturnar í fallegu hefðbundnu riadi innan medínunnar.

Gistingar í fornum ævafornum leir kasbah, hefðbundnu riad og hirðingjatjöldum.

 

Hægt er að fá dagskipan senda í tölvupósti, beiðni sendist á info@halendisferdir.is

Suður Marokkó

Áætlað verð: 289.500
*miðað við tvo í herbergi
aukakostnaður fyrir einstaklingsherbergi: 79.000 

Fjöldi: 8 – 15 manns

Innifalið:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka á flugvöll
  • 8 gistinætur með hálfu fæði í ***hóteli eða sambærilegu
  • 2 gistinætur með fullu fæði í ***hóteli
  • 3 gistinætur með fullu fæði í tjaldi eða hjá berbafjölskyldu
  • 3ja daga eyðimerkurleiðangur með kameldýrum og hirðingjum
  • Akstur í þægilegri loftkældri fjórhjólabifreið 
  • Íslenskur leiðangursstjóri (Ósk Vilhjálmsdóttir)

Ath. Flugið er ekki innifalið en við veitum aðstoð við bókun. 

Áætlað verð á flugi: 35.000 – 65.000, ódýrast að bóka snemma

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

 

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð