Sahara og konungsborgir norðursins, páskar 2018

50.000 kr.292.000 kr.

13/17 daga leiðangur um suður Marokkó á slóðum gömlu úlfaldalestanna

Gist í ævintýralegum lúxus kasbah og riad — marokkóskur gæðamatur og vellystingar— gönguferð — eyðimerkurferð
— menningarborgir, matreiðslunámskeið, leirkerasmíð, Atlantshafið fagurblátt.

24. mars. – 5./9. apríl 2018

4ra daga viðbót í boði (heimferð 9. apríl)

Leiðangursstjóri: Ósk Vilhjálmsdóttir

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

„Leið viskunnar liggur í gegnum eyðimörkina“
(orðatiltæki bedúína)

Há-Atlasfjallgarðurinn, kyngimagnað tungl-landslag með óvæntum iðagrænum vinjum. Pálmaekrur og tignarlegar kastalaborgir. Við verðum margs vísari um innviði og uppbyggingu samfélagsins, landbúnað, áveitur, döðlurækt ofl. Við kynnumst heimamönnum sem bjóða okkur inná heimili sín.
Við förum í gönguferð í Dades dalnum og leiðangur
með kameldýrum í Sahara eyðimörkinni. Hirðingjar eru okkar gestgjafar og við dveljum í fyrsta flokks tjaldbúðum. Það gefst tækifæri til að njóta sólarlagsins og stjörnuhiminsins yfir Sahara. Einstakt að upplifa morgunkyrrð og sólarupprás lita logagylltar sandöldurnar.
Leiðangurinn heldur áfram um Mið-Atlasfjallgarðinn alla leið til Fes sem er eitt af undrum veraldar enda á Heimsminjaskrá UNESCO. Þar má finna þef miðalda, þræða þröngar götur, virða fyrir sér handverksfólk við iðju, finna ilminn af kryddi og ávöxtum.
Við heimsækjum Moulay Idriss, heilaga borg múslima og Volubilis, forna borg frá dögum rómarveldis. Við kynnumst lifandi mannlífi á torginu í Meknes og í lok ferðar gistum við í Asilah, fallegum smábæ við Atlantshafið.
Gistingar í fornum leir kasbah, hefðbundnu riad* og hirðingjatjaldi.

24.mars
Hópurinn sóttur á flugvöllinn í Marrakesh. Sameiginlegur kvöldverður í fallegu riadi* sem er staðsett innan gömlu medinunnar í Marrakesh.

25. – 26. mars
Marrakech er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Iðandi mannlíf á torginu forna „Djema El Fna“, seiðmagnað alþýðuleikhús sem hefur ekki stoppað í þúsund ár; kaupmenn, sögumenn, slöngutemjarar, akróbatar, shamanar og spákonur. Við fáum local leiðsögn um merka staði í Marrakech.

27. mars
Við byrjum daginn snemma, leiðinn liggur uppí Há-Atlasfjöllin um forna þjóðleið úlfaldalesta. Forna leirþorpið Ait Benhaddou verður á vegi okkar en þorpið er þekkt leikmynd Holliwood kvikmynda. Áfram inná svokallaða 1000 kasbah leið. Gisting í hefðbundnu leirkasbah Dades dalnum.

28.mars
Dagur til að njóta náttúrufegurðar og útivistar í Dades dalnum. Önnur nótt á sama stað.

29.mars
Leitangurinn útí eyðimörkina heldur áfram. Á leiðinni förum við í stutta göngu í Todra gljúfrum, áfangastaður eyðimerkurbærinn Merzouga. Gistum í þægilegu kasbah hóteli.

30. mars
Hirðingjaleiðangur með úlfaldalest um gullnar sandöldur í Sahara. Gisting og matur í fyrsta flokks tjaldbúðum.

31.mars
Leiðangur um Há- og Mið-Atlasfjöllin til Fes þar sem við gistum næstu 3 næturnar.

1.- 3. apríl
Dagar til að kynnast Fes. Við fáum leiðsögn heimamanns um þessa merku borg. Þarna er sterk tónlistarhefð en við heimsækjum staði þar sem heimamenn koma saman til tónlistariðkunar. Handverksiðn er alltumlykjandi, það er líkt og tíminn hafi staðið í stað, sumt hefur ekkert breyst frá miðöldum. Við fylgjumst með leðurlitun í stórum sútunarkerjum og heimsækjum leirkeraverkstæði.

3.apríl
Heimsókn til Volubilis og Meknes. Gisting í heilögum bæ múslima, Moulay Idriss.

4.apríl
Við ökum til strandar og komum okkur fyrir í strandbænum Asilah. Njótum þess að ganga á ströndinni.
Þeir sem velja lengri útgáfu ferðarinnar (sjá hér neðar) fara í gönguferð í Rif fjallgarðinum, heimsækja Chefchaouen og Tétouane á leiðinni til Asilah*

5.apríl
Heimferð frá Tangier

verð: 1.954 €
miðað við tvo í herbergi
aukakostnaður fyrir einstaklingsherbergi: 570 € 

Fjöldi: 8 – 15 manns

Innifalið:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka á flugvöll
  • 2 gistinætur með morgunverði í ***riadi
  • 6 gistinætur með hálfu fæði á ***gistiheimilum eða riadi
  • 3ja daga eyðimerkurleiðangur með kameldýrum og hirðingjum
  • Akstur í þægilegri loftkældri fjórhjólabifreið með local ökuleiðsögumanni
  • Íslenskur leiðangursstjóri (Ósk Vilhjálmsdóttir)

Ath. Flugið er ekki innifalið en við veitum aðstoð við bókun.
Áætlað verð á flugi: 45.000 – 80.000, ódýrast að bóka snemma

 

 

*lengri útgáfa ferðar:

4.apríl
Gönguferð í Rif fjallgarðinum, önnur nótt í Moulay Irdiss.

5.apríl
Ekið um Rif fjallgarðinn til bláu andalúsíuborgarinnar Chefchaouen þar sem við gistum eina nótt.

6.apríl
Færum okkur til Tétouane sem er töfrandi borg við Miðjarðarhafið og gistum þar eina nótt.

7.-8. apríl
Stutt ferðalag yfir til Atlantshafsstrandar þar sem við komum okkur fyrir í smábænum Aslah. Þar verður boðið uppá námskeið í handverki, skrautskrift og matseld en líka gaman að láta sig reika gamla bæinn og ströndina áður en við hverfum aftur heim.

9.apríl
Heimferð frá Tangier

heildarverð: 2.367 €
miðað við tvo í herbergi
aukakostnaður fyrir einstaklingsherbergi: 690 € 

Innifalið:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka á flugvöll
  • 3 gistinætur með morgunverði í ***riadi
  • 10 gistinætur með hálfu fæði á ***gistiheimilum eða riadi
  • 3ja daga eyðimerkurleiðangur með kameldýrum og hirðingjum
  • Akstur í þægilegri loftkældri fjórhjólabifreið með local ökuleiðsögumanni
  • Íslenskur leiðangursstjóri (Ósk Vilhjálmsdóttir)
Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

 

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð