Sikiley páskana 2022

44.800 kr.266.900 kr.

10. – 17. apríl 2022 — með Ósk Vilhjálmsdóttur & Hjálmari Sveinssyni
Páskaleiðangur um suðurströnd Sikileyjar, strandbæir, göngur, gæðafæði og góðar gistingar

CataniaTaormina—Sýrakúsa—Pantalica—Vendicari—Noto—Ragusa—Modica 

örfá pláss laus

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Sikiley á engan sinn líka. Frjósöm eldfjallaeyja með íðilfagra bæi, fallegar strendur, magnaða náttúru og ævafornar borgir. Þar blandast saman grísk, rómversk, arabísk og normönsk áhrif sem hafa getið af sér einstaka menningarblöndu. Grísk hof, rómverskar rústir og kastalar, barokkborgir, frjósöm vínræktarhéröð og dásamleg matarmenning. Við bjóðum upp á vikuferð um eyjuna með léttum gönguferðum, borgarrölti, fróðleik um náttúru, menningu og sögu og auðvitað ekta sikileyskum máltíðum.

10. apríl: Catania
komudagur, gestir sóttir á flugvöllinn í Catania.
– Gisting í Catania

11. apríl: Taormina—Castelmola
Ekið til Castelmola sem er heillandi lítill víggirtur bær með töfrandi útsýni yfir nærliggjandi svæði, þar á meðal Taormina, Etnu og Miðjarðarhafið. Eftir gönguferð um miðaldagötur Castelmola göngum við eftir fallegum göngustíg niður til Taormina þar sem við gistum næstu tvær næturnar.
Bæjarstæði Taormina er einstakt, bærinn er uppi á bjargi og teygir sig um hlíðar fjalllendis upp af ströndinni við Messínasundið rétt austan við Etnu. Héðan er magnað útsýni yfir á hafið og litlu fallegu eyjuna, Isola Bella. Taormina var á 19. öld og fram á þá tuttugustu griðarstaður listamanna sem komu alls staða að. Einn þeirra var Halldór Kiljan Laxness. Hann kom hingað staurblankur árið 1925, og skrifaði fyrstu stóru skáldsöguna sína “Vefarann mikla frá Kasmír”, 23 ára gamall.
– Gisting í Taormina.

Bústaður Halldórs Laxness í Taormínu á Sikiley, þar sem hann dvaldist við að skrifa Vefarann mikla frá Kasmír sumarið 1925.

12. apríl: Taormina
Það er magnað að ganga um götur og bakgötur Taormina. Við skoðum dómkirkjuna og hið 2000 ára gamla gríska/rómverska hringleikahús en þaðan er eitt fallegasta útsýni eyjunnar.
Eftirmiðdagur til að njóta, við göngum niður að sjónum á vit hinnar fögru Isola Bella, litlu eyja-friðlandi. Eftir sund og smá slökun, og hugsanlega drykk í Miðjarðarhafssólinni, má ganga eða taka kláf til baka til bæjarins.
– Gisting í Taormina

13. apríl: Taormina—Pantalica—Sýrakúsa
Við ferðumst frá Taormina til Sýrakúsa. Á leiðinni gönguferð um Pantalica. Þar njótum við náttúrufegurðar og kynnumst fornum grafreitum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
– gisting í Sýrakúsa

14. apríl: Sýrakúsa
Morgunganga um áhugaverðustu hluta gamla bæjarins. Sýrakúsa er 2700 ára gömul en forn-Grikkir stofnuðu hana 733 fyrir Krist. Borgin var ein stærsta borg Grikkja til forna, stærri en Aþena. Hvergi er eins mikið af forngrískum minjum eins og hér, enda er borgin á heimsminjaskrá UNESCO. Í dag búa um 125000 manns í Sýrakúsa. Andblær borgarinnar er heillandi með þröngum miðaldagötum, víðfeðmum torgum og grískum rústum. Seinnipart dagsins verður í boði að fara í bátsferð umhverfis eyjuna Ortigia, að hjóla í gegnum gömlu borgina, eða bara rölta um bæinn, skoða minnisvarða, fallega dómkirkju, hallir og kastala. Svo er upplagt að fá sér gott kaffi eða vínglas og hugsanlega gæða sér á frægum sikileyskum eftirrétt, granítu, sem er hálffrosinn og líkist sorbet. Sameiginlegur kvöldverður.
– gisting í Sýrakúsa

15. apríl: Vendicari—Noto
Við byrjum daginn í friðlandinu Vendicari sem er ein af síðustu óspilltu strandlengjunum sem eftir eru á Sikiley. Friðlandið Vendicari þekkt fyrir líffræðilegan fjölbreytileika, fegurstu strandir og merkar fornleifar. Strandganga og hressandi sund í sjónum fyrir þá sem vilja.
– gisting í (Marina di) Ragusa

16. apríl: Ragusa—Modica
Heimsókn í miðaldabæinn Modica, tilvalið að slaka á á ströndinni síðdegis.
– gisting í (Marina di) Ragusa

17. apríl: – Arrivederci!
Mögueiki að eiga aukadaga í Catania eða heimsækja Palermo áður en haldið er heimleiðis.

Verð:
266.900 – miðað við að tveir deili herbergi
aukakostnaður vegna sérherbergis: 44.800

Innifalið:
1 nótt á hóteli í Catania + morgunverður
1 kvöldverður í Catania
2 nætur á hóteli í Taormina + morgunverðir
1 kvöldverður í Taormina
2 nætur á hóteli í Sýrakúsa + morgunverðir
1 kvöldverður í Sýrakúsa
2 nætur á hóteli í (Marina di) Ragusa + morgunverðir
Akstur, farangurstrúss, aðgangseyrir
Komutransfer frá flugvelli á hótel í Catania (dagur 1)
Akstur í ferð
Aðgangur í Teatro Greco í Taormina – (dagur 3)
Aðgangur í dómkirkjuna í Sýrakúsa – (dagur 4)
Aðgangur í Parco Archeologico Siracusa – (dagur 4)
Súkkulaðismökkun í Modica – (dagur 7)
Brottfarartransfer frá Ragusa til Catania (dagur 8)
Enskumælandi ítalskur leiðsögumaður
Íslenskir leiðsögumenn (Ósk & Hjálmar)

Flug er ekki innifalið en við aðstoðum við bókun.
Möguleiki að koma degi fyrr til Catania, þá bókum við auka nótt á hótelinu. Og ef fólk hefur tíma mælum við með því að framlengja ferð og dvelja lengur á Sikiley, við aðstoðum við skipulag.

Á Ítalíu hafa verið settar reglur um að einungis staðbundnir, sérhæfðir leiðsögumenn skuli leiða fólk um menningarminjar og sögustaði. Viðbótarkosttnaður kr. 18,600 vegna staðbundinnar leiðsagnar í Taormina, Sýrakúsa, Noto, Ragusa & Modica.

Gistináttagjald (2-3€ á nótt pr mann) er ekki innifalið en greiðist á staðnum.

Hér eru flugmöguleikar: 

Þægilegt flug með BA, degi áður en ferðin hefst. Ekki það ódýrasta, kostar um 45 þ, en 23kg taska innifalin og bókast alla leið

Ódýrasta leiðin er degi áður en ferðin hefst, 9. aprí í gegnum Vínarborg með Wizzair
hentugt og hagstætt flug fyrir heimferð með Transavia – millilending í Amsterdam

frekari upplýsingar: osk@wanderlust.is eða í síma 6914212

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi