Suður Ítalía — gönguferð september 2022

38.000 kr.259.000 kr.

17. september 2022 — með Ósk Vilhjálmsdóttur
Strandbæir suður Ítalíu, gönguferð með gæðafæði og góðum gistingum

Napólí, Vesúvíus & Herculaneum, Pompeii, Amalfi, Atrani, Ravello, ‘Sentiero degli Dei’, Praiano, Positano, Capri

Beint lágjaldaflug með Wizzair til Napoli 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Amalfi ströndin er ein fegursta strandlengja Evrópu. Þar mætir hrikaleg náttúra manngerðum undrum. Með þrotlausri vinnu kynslóðanna hefur bröttum fjallshlíðum verið umbreytt í sítrónuræktarreiti, dásamleg þorp og heillandi mannvirki.
Útsýnið lætur engan ósnortinn og það breytist með hverju skrefi. Ilmur af sítrónum og rósmarín fyllir loftið. Miðjarðarhafssólin lýsir upp djúpblátt haf og himinn, hvíta kalksteinshamra, litríkan gróður og ávexti.
Vefur fornra stíga liðast niður björgin frá strandbæjum um sveitir og skóga að fallegum þorpum sem byggð hafa verið á klettóttum tindum. Hápunktar ferðarinnar eru meðal annars gönguferð um töfrastigu ‘Sentiero degli Dei’ (‘Göngustíg guðanna’), sem sumir telja eina fegurstu gönguleið veraldar. Leiðin liggur um Millsdal, þar sem elsta pappírsverksmiðja Evrópu var byggð fyrir 1000 árum. Við heimsækjum þorpin Positano, Atrani og Ravello og einnig er í boði sigling yfir á eyjuna frægu, Capri.
En það er ekki aðeins Amalfiströndin sem heillar, allur Napólíflóinn er afar áhugaverður. Hér blasir við eldfjallið fræga, Vesúvíus sem er þekktast fyrir eldgos árið 79 e.Kr. sem leiddi til eyðileggingar rómversku borganna Pompei og Herculaneum.
Við kynnumst Napólí sem á þúsund ára sögu. Borgin var upphaflega stofnuð af Grikkjum og státar af góðu safni um rómverska sögu og barokkarkitektúr. Napólí er kaotísk og heillandi og þekkt fyrir frábæran mat, þar á meðal bestu pizzu í heimi.
Við heimsækjum Pompei, heimsfrægar rústir, sem gefa skýra mynd af því hvernig rómversk borg leit út fyrir 2000 árum. Við förum í gönguferð um Vesúvíus, eldfjallið sem olli eyðileggingu Pompei.
Amalfi-ströndin er ein frægasta strandlengja Ítalíu, en við leitumst við að ganga utan alfaraleiða. Þetta á líka við um Napólí, þar sem við færum okkur út fyrir fjöldann og njótum þess að uppgötva magnaða menningu borgarinnar.

Ferðin hentar þeim sem hafa einhverja reynslu af göngu og eru í sæmilegu líkamlegu formi Flestar göngurnar eru á þægilegum göngustígum. Meðaltími á göngu: u.þ.b. 5 tímar á dag.

16. september –  Reykjavík —Napólí 
Komudagur. Einfaldast að taka beint síðdegisflug* með Wizzair til Napoli sem lendir eftir miðnætti að staðartíma. Komutransfer og gisting við rætur Vesúvíusar.

17. september – Vesúvíus & Pompei, Amalfi ströndin
Við hefjum daginn á gönguferð uppá Vesúvíus, eldfjallið sem eyddi hinni iðandi borg Pompei árið 79 e.Kr. Gangan leiðir okkur umhverfis sjálfan gíginn og „dal risans“ undir leiðsögn sérhæfðs eldfjalla-leiðsögumanns. Brún gígsins er í tæplega 1300 metra hæð og þaðan njótum við útsýnis yfir Napólíflóann.
Eftir hádegi förum við í skoðunarferð til Pompei sem gefur innsýn í líf rómverja til forna. Í lok dags er haldið upp til fjalla, gisting í námunda við þorpið Bomerano, hátt uppi á Agerolasléttunni.
Bændagisting (Agriturismo) Agerola

18. september – hæstu tindar Amalfi svæðisins
Við fylgjum göngustígum upp í hæstu hæðir Amalfi-svæðisins. Fyrri hluti göngunnar er afslappaður göngutúr í gegnum þorp, víngarða og kastaníuskóga, síðan tekur við brattari hluti við „Monte Tre Calli“. Þar njótum við stórbrotins útsýnis allan hringinn, yfir Agerola sléttuna og yfir til eyjunnar Capri.
Bændagisting (Agriturismo) Agerola

19. september – ‘Sentiero degli Dei’ – Positano. Bátsferð með ströndinni frá Positano til Amalfi
Við göngum úr náttstað niður vegi og stíga hátt fyrir ofan ströndina inná rómaðann göngustíg, „Göngustíg guðanna“ um einstakt landslag með útsýni yfir haf og strönd. Við höldum áfram í gegnum þorp og skóga niður í litríka þorpið Positano sem stendur næstum þvi lóðrétt í hlíðinni. Við fáum okkur sundsprett og kannski drykk áður en við höldum í bátsferð síðdegis til bæjarins Amalfi þar sem við gistum næstu þrjár næturnar.
Hótel *** Amalfi

20. september – Amalfi, Atrani & Ravello
Við skoðum miðaldabæinn Amalfi sem áður var mikilvægt flotaveldi líkt og Feneyjar. Síðan fetum við fallegan stíg yfir í nágrannabæinn Atrani. Frá Atrani göngum við þröngar götur um „Drekadalinn“ til Ravello. Ravello býr ekki aðeins yfir áhugaverðri sögu og miðaldaminjum heldur einnig eins fegursta útsýnis yfir Amalfi-ströndina. Við heimsækjum Villa Cimbrone sem er þekktasti útsýnisstaður strandarinnar. Síðan göngum við aftur niður í litla bæinn Atrani, einn best varðveitta bæinn við ströndina. Þar erum við á slóðum hollenska listamannsins M.C Escher en turn Santa Maria Maddalena kirkjuturninn er eitt af hans þekktustu mótífum. Í bænum er M. C Escher safn. Frá Altrani er um 15 mínútna rölt til baka til Amalfi.
Hótel *** Amalfi

21. september – Frjáls dagur – Eyjan Capri, slökun á ströndinni eða sjókajak
Frjálst dagur, möguleiki að ferðast til hinnar sögufrægu eyju, Capri, þangað sem rómversku keisarana dreymdu um að ferðast til. Þarna eru bæði menningarleg og náttúruleg undur, fallegt útsýni í óviðjafnanlegu Miðjarðarhafslandslagi. Seinnipartinn er siglt aftur til Amalfa með báti.
Einnig má velja afslappaðan dag í Amalfi, með sólbaði og sjósundi og jafnveel sjókajakferð. Um kvöldið getum við öll farið saman í mat, kannski á besta pizzastaðinn í bænum.
Hótel *** Amalfi

22. september – Amalfi & Valle dei Mulini
Við göngum upp í litla þorpið Pontone (val, það má einnig aka þangað). Þarna var áður varnarvígi lýðveldisins Amalfi. Áfram um þröngan hrygg „Torre dello Zirro“ sem er hluti af miðalda varnarkerfi, samofinn landslagi garða, furutrjáa og villiblóma. Hádegisverður í skugga sítrónutrjáa áður en við höldum inn í „Valle dei Mulini“, dal vatnsmyllnanna, með rústum elstu pappírsframleiðslu Evrópu, sem má rekja allt aftur til 11. aldar. Stígurinn leiðir okkur djúpt inn í dalinn í friðland með gróskumiklum gróðri og fossum. Héðan er um klukkustundar göngutúr aftur niður að Amalfi um heillandi bakgötur miðbæjarins. Möguleiki að heimsækja pappírssafnið, Museo della Carta. Síðasti dagurinn í Amalfi og tími fyrir sundsprett eða „aperitivo“. Um kvöldið hátíðarkvöldverður.
Hótel *** Amalfi

23. september – Arrivederci!
Leiðangrinum lýkur í Amalfi eftir morgunmat. Akstur á flugvöllinn fyrir þá sem taka flugið þann dag. Wizzair býður uppá flug 23. september frá Napoli. Mögueiki að eiga aukadaga við Amalfiströndina eða heimsækja Róm áður en haldið er heimleiðis.

Verð:
269.800 (miðað við 4-7 manns)
239.500 (miðað við 8-16 manns)
viðbótargjald vegna sérherbergis, 39.900

Innifalið:
1 nótt á hóteli við rætur Vesúvíusar
2 nætur hótel (bændagisting/Agriturismo) í Agerola + hálft fæði
4 nætur hótel*** í Amalfi
1 hádegisverður/nesti fyrir lautarferð (18. sept)
1 kvöldverður í Amalfi (19. sept)
1 heitur hádegismatur í Pontone (22. sept)
– Akstur, farangurstrúss, aðgangseyrir
Komutransfer frá flugvelli á hótel í námunda við Vesúvíus
Aðgöngumiðar Vesúvíus og Pompei (17. sept)
Rúta frá San Lazzaro til Bomerano (18. sept)
Bátur frá Positano til Amalfi (19. sept)
Aðgöngumiði Villa Cimbrone (20. sept)
Bátsferð frá Amalfi til Capri A/R (21. september)
Brottfarartransfer frá Amalfi til Napoli (23. sept)
Enskumælandi local leiðsögumaður
Íslenskur hópstjóri (Ósk Vilhjálmsdóttir)

*Flug er ekki innifalið en við aðstoðum við bókun.
Wizzair býður uppá beint flug frá Keflavík til Napoli á hagstæðu verði.
Við mælum líka með því að dvelja lengur í Amalfi og/eða Napoli og jafnvel heimsækja Róm á heimleiðinni og njóta leiðsagnar Ingo Arnasonar um þessa mögnuðu borg. Wizzair býður einnig uppá beint flug frá Róm til Keflavíkur.

Gistináttagjald (2-3€ á nótt pr mann) er ekki innifalið en greiðist á staðnum.

frekari upplýsingar: osk@wanderlust.is eða í síma 6914212

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi