Þjórsárver trússferð

25.000 kr.128.800 kr.

Friðlandið í Þjórsárverum

2. ágúst 2019

Leiðsögumaður: Ólöf Ýrr Atladóttir

Hópur: 4 – 12 manns

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Þjórsárver með viðkomu í Kerlingarfjöllum

Þriggja daga gönguferð með trússi og gæðafæði

Einstök gönguferð inn að miðju Íslands. Í fjallaþyrpingunni Kerlingarfjöll er eitt magnaðasta og leyndardómsfyllsta háhitasvæði landsins umkringt háum líparítfjöllum. Leiðin liggur yfir í gjörólíkt landslag friðlandsins suður af Hofsjökli. Þjórsárver eru sannkölluð gróðurvin hálendisins. Jökulvatnið kvíslast þar eins og háræðanet um svæðið og gefur því næringu. Þarna er kafagróður og eitt stærsta heiðargæsavarp í heiminum.

1. dagur: Kerlingarfjöll
Ferðin byrjar og endar á Flúðum. Brottför kl. 9 þar sem við eigum stefnumót við fjallatrukka. Ferðafélagar koma með nesti og heitt á brúsa fyrir fyrsta hádegisnesti. Ekið sem leið liggur um Kjöl í Kerlingarfjöll. Við nýtum daginn til að kynnast mögnuðum en lítt þekktum háhitasvæðum Kerlingarfjalla og njótum útsýnis yfir landslagsheildina. Ekið áfram magnaða leið á milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls um Illahraun og Setuhraun að mörkum friðlandsins í Þjórsárverum. Við sláum upp tjaldbúðum við Hnífá þar sem við gistum næstu tvær næturnar.

2. dagur: Þjórsárver
Dagur til að njóta náttúrufegurðar í friðlandinu Þjórsárverum. Mikilvægt er að vera vel búin til að vaða því þetta er hinn mikli vaðdagur. Það venst fljótt og er hressandi og skemmtilegt. Ferðinni er heitið að gróðursælum múlum við Múlajökul þar sem við könnum plöntur, fornar reiðgötur, gæsaréttir og rústir. Við göngum um til baka um Nauthaga, gróðurvin í um 600 metra hæð þar sem háplöntur blómgast um hásumar. Hátíðakvöldverður í tjaldbúðum.

3. dagur: Heimferð
Tökum saman tjöld og ökum um Gljúfurleit þar sem Þjórsá fellur í marga fallega fossa og flúðir. Við förum við í um 2ja tíma gönguferð að hinum tingarlega fossi Dynk.

Verð: 139.000 (með vsk)

Innifalið:

Tveir leiðsögumenn (ef hópur fer yfir 8 manns), matseld
2 nætur í tjaldi við Þjórsárver
Akstur, trúss
Fullt fæði í 3 daga, frá hádegi á degi 1 til hádegis á degi 3
Fjallateygjur

Ráðlagður búnaður:
Bakpoki (25-40 L), hlýr svefnpoki, tjald, dýna, vatnsflaska, hitabrúsi, góðir gönguskór, sandalar eða gamlir hlaupaskór til að vaða í, legghlífar, göngustafir.

Fatnaður:
Vatnsheldur hlífðarfatnaður (buxur og stakkur), undirföt (úr ull, silki eða gerfiefni), göngubuxur, þunn langerma peysa eða skyrta, lopapeysa eða þykk flíspeysa, þunnir fingravettlingar, ullar vettlingar, húfa og/eða buff, 3-4 pör göngusokkar og 1 par ullarsokkar fyrir kvöldin, sundföt.

Smádót:
Tannbursti, tannkrem, sólarvörn, sólgleraugu, lítinn skyndihjálparpoka, salernispappír, kveikjara, lítið handklæði, vasahnífur, höfuðljós, góð bók, myndavél, auka batterí.

Velja

Landvernd, Fullorðnir, Staðfestingargjald