Háhitasvæði á heimsvísu & Heklurætur – 5 dagar

25.000 kr.163.000 kr.

5 daga gönguferð um eitt mesta háhitasvæði í heimi

26. júlí 2018

Leiðsögumenn : Ósk Vilhjálmsdóttir
& Margrét H. Blöndal

einnig í boði sem 3ja daga ferð

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Gönguferð með trússi, matseld, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Við könnum hin víðfemu og furðu lítt þekktu hverasvæði í Austur- og Vestur-Reykjadölum sem eru utan alfaraleiðar. Í góðu veðri er mögnuð fjallasýn og útsýni yfir flesta jökla landsins.

Í morgunmat er boðið uppá gabrielsgraut úr lífrænu íslensku byggi, eða chiagraut eftir smekk ferðafélaga, holt og gott þjóðlegt nesti, ljúffengar krásir á hverju kvöldi úr vönduðu hráefni.

Dagur 1: Hópurinn hittist á Selfossi kl. 9 þar sem við eigum stefnumót Jóa fjallabílstjóra. Ekið sem leið liggur um Gunnarsholt og Keldur að rótum Laufafells. Gengið með Markarfljóti við litríkan jaðar Torfajökulsdyngjunnar. Fossinn Rúdolf verður á vegi okkar. Leiðin liggur í Dalakofa þar sem við gistum í notalegum skála Útivistar næstu tvær næturnar.

Dagur 2:  Nú er runninn upp dagur til að kynnast furðufyrirbærum sem ótrúlega fáir hafa augum barið, enda utan alfaraleiðar. Ferðinni er heitið í Austur-Reykjadali þar sem við skoðum ein mögnuðustu og fjölbreyttustu háhitasvæði í heimi. Í góðu skyggni er gaman að ganga að Jónsvörðu, þaðan er útsýni yfir líparítskriður, jökla og strýtulaga fjöll – stóran hluta friðlandsins að Fjallabaki.

Dagur 3: Nú göngum við um Vestur-Reykjadali, sem er ekki síður áhugavert háhitasvæði. Áfram yfir Pokahrygg þar sem við njótum útsýnis yfir Hrafntinnuhraun, Hrafntinnusker og rjúkandi hveri í Austur- og Vestur-Reykjadölum. Svo látum við okkur líða niður á iðagræna velli Dómadals og alla leið í Landmannahelli þar sem við gistum næstu nóttina.

Dagur 4: Gengið skemmtilega leið með Sauðleysuvatni, Lambafitjahrauni og Valagjá. Hér erum við farin að finna sterklega fyrir nærveru Heklu, við göngum yfir hraun hennar, vikur og sanda. Við undurbúum okkur undir hátíðarkvöldverð og kvöldvöku í fallegum torfskála í Áfangagili.

Dagur 5: Við göngum yfir svarta sanda við rætur Heklu, vikur og hraun. Upptök Rangár eru ævintýri líkast, það er magnað að sjá silfurtærar lindir spretta undan hrauninu og svörtum sandinum. Ekið heimleiðis og komið til Selfoss síðdegis.

Hópur: 8-18 manns

Verð: 183.000 (með vsk)

Innifalið í verði:

  • Leiðsögn
  • Gisting í skála í svefnpokaplássi
  • Akstur
  • Trúss með mat og farangur
  • Fullt fæði og matseld í 5 daga, (líka nesti) frá hádegi á degi 1 til hádegis á degi 5
  • fjallateygjur

Ráðlagður búnaður:
Bakpoki (25-40 L), svefnpoki, vatnsflaska, hitabrúsi, góðir gönguskór, sandalar eða vaðskór, göngustafir (val)

Fatnaður:
Vatnsheldur hlífðarfatnaður (buxur og stakkur), undirföt (úr ull, silki eða gerfiefni), göngubuxur, þunn langerma peysa eða skyrta, lopapeysa eða þykk flíspeysa, þunnir fingravettlingar, ullar vettlingar, húfa og/eða buff, 3-4 pör göngusokkar og 1 par ullarsokkar fyrir kvöldin, sundföt.

Smádót:
Tannbursti, tannkrem, sólaráburður, sólgleraugu, lítinn skyndihjálparpoka, salernispappír, kveikjara, handklæði, vasahnífur, höfuðljós, góð bók, myndavél, auka batterí.