Um

Hálendi Íslands er ekki aðeins fyrir þrautþjálfað útivistarfólk heldur fyrir allan almenning. Konur og karla, unga sem aldna. Markmið okkar er að gera sem flestum kleift að kynnast náttúruperlum Íslands. Við bjóðum uppá gönguferðir sem eru aðgengilegar og þægilegar, bæði dagsferðir og lengri ferðir. Ferðirnar eru iðulega með farangurstrússi og þurfa ferðafélagar því ekki að bera þungar byrgðar. Auk þess skipuleggjum við matarmálin og leggjum metnað í ljúffenga rétti, matseld og stemmningu á fjöllum.

Við höfum líka þróað námskeið og ferðir sérstaklega með börn og unglinga í huga. Nýjungin í ár er hins vegar þriggja daga ferð fyrir langhlaupara þar sem hlaupið er í ævintýralandslagi Heklu, um háhitasvæði Torfajökuls og Fimmvörðuháls.

Í átökum undanfarinna ára um nýtingu landsins hefur komið í ljós að margir þekkja ekki þá staði þar sem virkjanir eiga að rísa.

Ósk Vilhjálmsdóttir skipulagði ásamt Ástu Arnardóttur leiðangra um svæð norðan Vatnajökuls sem kennt er við Kárahnjúka og nú hvílir á botni Hálslóns. Fjöldi fólks tók þátt í þessum leiðöngrum en alls fóru um 1000 manns með þeim í ferðir um „undraveröld Jöklu og Kringilsárrana“ á árunum 2003 – 2006.

Ósk og Ásta voru tilnefndar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009.