Lengri ferðir

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Árni Geirsson & Halldóra Hreggviðsdóttir

Við fórum í fyrra um Torfajökulssvæðið með þeim Ósk og Margréti, eftir góða reynslu af ferð með þeim um Þjórársver sumarið áður. Það munar miklu að geta notið þeirrar stórkostlegu náttúru sem þar er að finna í vel skipulagðri ferð, þar sem hugsað er fyrir öllu og beinlínis dekrað við mann. Við fylgjum vel með því sem Hálendsferðir bjóða og hlökkum til fleiri ferða með þeim.

Árni Geirsson & Halldóra Hreggviðsdóttir
Ellý Katrín Guðmundsdóttir

Mín bestu ferðalög um Ísland hafa verið ferðir með Hálendisferðum. Ferðir þeirra einkennast af góðri þekkingu á náttúru Íslands og ástríðu fyrir því að miðla þeirri þekkingu. Á ferðalögum með Hálendisferðum er óhætt að stóla á gott skipulag og góða leiðsögn sem tekur tillit til náttúrunnar. Þess utan er maturinn með eindæmum góður. Ég get ekki hugsað mér sumars án ferðar með Hálendisferðum.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir
Unnur Valdís Kristjánsdóttir

Ógleymanleg ferð um töfrandi náttúru Torfajökulssvæðisins. Mikil gleði og þakklæti til Hálendisferða fyrir að gera okkur fjölskyldunni kleift að fá að njóta náttúrunnar og þekkingar ykkar á svæðinu. Ógleymanleg upplifun að fá að kynnast tjaldbúðarlífi undir jökli.

Unnur Valdís Kristjánsdóttir