Skilmálar

Skilmálar Hálendisferða

Skilmálar Hálendisferða 2020-2021
Ferð/námskeið staðfestist þegar lágmarksþátttaka hefur verið tryggð.
Ef lágmarksfjöldi næst ekki 2 vikum fyrir brottför er ferðinni aflýst.
Ef Hálendisferðir hætta við ferð fá farþegar ferðina endurgreidda að fullu.

Bókanir og greiðslur
Hægt er að bóka í gegnum síma, tölvupóst eða á skrifstofu Hálendisferða, Óðinsgötu 7
Staðfestingargjald, kr 60.000/75.000 á mann greiðist þegar ferð er pöntuð. Lokagreiðsla eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför. Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

Hálendisferðir áskilja sér rétt til að halda eftir hluta af verði ferðar/námskeiðs:
50 % af verði, ef ferð/námskeið er afbókað með 30 – 14 daga fyrirvara
75 % af verði, ef ferð/námskeið er afbókað með 14 – 7 daga fyrirvara
100% af verði, ef ferð/námskeið er afbókað með 7 — 0 daga fyrirvara

Verð og verðbreytingar:
Hálendisferðir leitast við að tryggja endanleg verð á heimasíðu sinni. Við áskiljum okkur þó rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð birtist vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Ennfremur áskilja Hálendisferðir sér rétt til þess að breyta verði ferðar vegna breytinga á flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta.

Afturköllun eða breytingar:
Hálendisferðir áskilja sér rétt til þess að breyta dagskrá ferðar eða aflýsa henni með öllu vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna, s.s. stríðsástands, smitsjúkdómahættu eða verkfalla, til þess að tryggja öryggi farþega og starfsfólks.

Að sama skapi er farþega heimilt að afturkalla farpöntun alferða vegna samsvarandi þátta, s.s. stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar a.m.k. 14 dagar eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Skyldur þátttakenda:
Þátttakendur skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra og starfsfólks Hálendisferða.
Brjóti þáttakandi af sér í þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er Hálendisferðum heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt. Farþegum er bent á að kynna sér skilmála Tryggingastofnunar ríkisins.

Vandamál:
Komi upp einhver vandamál í ferð skal umsvifalaust gera fararstjóra viðvart sem reynir að greiða úr vandanum og leysa hann á staðnum. Takist það ekki getur farþegi sent skriflega kvörtun um málið til Hálendisferða eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferð lauk, annars verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Komi farþegi ekki umkvörtunarefni sínu á framfæri við fararstjóra meðan á ferð stendur fyrirgerir farþegi rétti sínum til hugsanlegra bóta.

(Byggt á almennum skilmálum Samtaka Ferðaþjónustunnar).