Undraveröld að Fjallabaki – 5 daga gönguferð

60.000 kr.157.500 kr.

4. ágúst 2023 

Leiðangur við rætur Torfajökuls um lítt þekktar náttúruperlur að Fjallabaki með trússi, fullu fæði. Val um gistingu í tjaldi eða skála. 

Leiðsögumaður: Ósk Vilhjálmsdóttir

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Gönguferð með skálagistingu, trússi, matseld og fullu fæði um sunnanvert Torfajökulsvæðið. Morgunjóga í boði.

Dagur 1: Hópurinn hittist á BSÍ kl. 8. Ekið sem leið liggur upp Fljótshlíð inná Fjallabak. Við komum okkur fyrir í fallegum grænum dal á milli Mýrdals- og Torfajökuls til tveggja nátta áður en við hefjum göngu. Við könnum Hólmsárbotna þar sem Hólmsá á uppruna sinn undir Torfajökli. Fjallabað í Strútslaug sem leitarmenn hlóðu fyrr á öldum.

Dagur 2:  Gönguferð með Hólmsárlóni og undurfögrum fossum sem renna mjúklega úr lóninu. Þar er Rauðibotn sem er ein fegursta náttúruperlan að Fjallabaki en furðu lítt þekktur. Vöðum brennivínskvísl og skoðum furðulandslag við Brytalæki þar sem silfurtærar lindir spretta undan svörtum sandinum. Ökum í náttstað, önnur nótt í fjallasal við rætur Strúts.

Dagur 3: Nú höldum við inná forna þjóðleið Fjallabaksleið Syðri sem forfeður okkar hafa gengið öldum saman. Falleg gönguleið í jöklasal. Náttstaður í umvefjandi Hvanngili.

Dagur 4: Við skoðum fossa í námunda við Hvanngil og göngum upp Hvanngilshnausa, þaðan er magnað útsýni yfir svæðið. Eftir hádegi höldum við yfir Emstrur og ef tími vinnst til skoðum við okkur um undir Entujökli áður en við ökum í náttstað í Fljótsdal.

Dagur 5: Við skoðum okkur um á ævintýrastað með Eyjafjallajökull beint fyrir framan okkur. Skoðum fossa og fögur gil áður en við höldum til byggða.

Í morgunmat er boðið uppá gabrielsgraut úr lífrænu íslensku byggi, eða chiagraut eftir smekk ferðafélaga, holt og gott þjóðlegt nesti, ljúffengar krásir á hverju kvöldi úr vönduðu hráefni.

Verð: 157,500 + vsk
möguleiki á skálagistingu við Strút og í Hvanngili, aukagjald; 27,000  

Innifalið í verði: 

  • Leiðsögn
  • Akstur
  • Gisting í tjaldi við Strút og í Hvanngili
  • Gisting í skála í Fljótshlíð
  • Trúss með mat og farangur
  • Fullt fæði og matseld í 6 daga, fyrir utan nesti í fyrsta hádegi

Hópur 6 – 14 manns

Ráðlagður búnaður:
Bakpoki (25-35 L), svefnpoki, vatnsflaska, hitabrúsi, góðir gönguskór, sandalar eða vaðskór, göngustafir (val)

Fatnaður:
Vatnsheldur hlífðarfatnaður (buxur og stakkur), undirföt (úr ull, silki eða gerfiefni), göngubuxur, þunn langerma peysa eða skyrta, lopapeysa eða þykk flíspeysa, þunnir fingravettlingar, ullar vettlingar, húfa og/eða buff, 3-4 pör göngusokkar og 1 par ullarsokkar fyrir kvöldin, sundföt.

Smádót:
Tannbursti, tannkrem, sólaráburður, sólgleraugu, lítinn skyndihjálparpoka, salernispappír, kveikjara, handklæði, vasahnífur, höfuðljós, góð bók, myndavél