2ja daga hlaupaferð í litríkum fjallasal Fjallabaks

30.000 kr.81.600 kr.

Viltu hlaupa óstikaðar leiðir utan alfaraleiðar og kynnast í leiðinni náttúruperlum sem fáir þekkja?

Hlaupaferð um Torfajökulssvæðið – eitt magnaðasta háhitasvæði í heimi –  tilnefnt til heimsminjaskrár UNESCO

1. júlí 2023

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Ferðinni er heitið í Friðlandið Fjallabak og hlaupið um svarta sanda, Hekluhraun og eitt mesta háhitasvæði í heimi Austur- og Vestur-Reykjadali. Hlaupið er um óstikaðar leiðir sem fáir þekkja, lítt þekktar náttúruperlur utan alfaraleiðar. Ferðin endar í Landmannalaugum þar sem kostur gefst á heitu fjallabaði áður en haldið er til byggða.

Tilvalið fyrir þá sem vilja sameina hlaup og fjallamensku. Hlaupið verður 25-35 km á dag en á leiðinni gefst nægur tími til að njóta náttúrufegurðar og öræfakyrrðar.

Verð: 73.600 + VSK

Innifalið í verði:

  • 2 leiðsögu-hlauparar
  • 1 nótt í skála
  • Rútuferðir
  • Trúss með mat og farangur
  • Aðstöðugjald í Landmannalaugum
  • Fullt fæði í 2 daga, frá hádegi á degi 1 til hádegis á degi 2
  • Yoga kvölds og morgna

1. dagur:
Hópurinn hittist á Selfossi kl. 9 þar sem við eigum stefnumót við bílstjóra og fjallatrukk. Ekið í Friðlandið Fjallabak að rótum Laufafells við Markarfljót. Hlaupið um eitt magnaðasta háhitasvæði í heimi, Austur- og Vestur Reykjadali.  Í góðu skyggni má njóta útsýnis yfir flesta jökla landsins. Áfram um Hrafntinnuhraun, Pokahrygg og niður í Dómadal. Gist í skála við rætur Loðmundar. Um 30 – 35 km hlaup með uþb. 900 m heildarhækkun.

2. dagur:
Hlaupið úr Landmannahelli með Loðmundi framhjá Eskihlíðarvatni að Hnausapolli, þaðan að Ljótapolli og í Landmannalaugar. Möguleiki á sturtu og og fjallabað í Landmannalaugum áður en ekið er til baka til byggða. 17-18 km hlaup.