Suður Marokkó – páskaferð 2023

59.900 kr.295.600 kr.

Suður Marokkó – strendur og náttúrufegurð Atlasfjalla

2/5. – 15. apríl 2023

Lúxus gistingar í húsakynnum sem minna á 1001 nótt  — 8 eðalkvöldverðir 
Fjöldi: 8 – 14 manns

Örfá pláss laus

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Náttúrufegurð menningarheimur suður Marokkó

2/5-15 apríl 2023

Val um að hefja ferð í Agadir 2. eða 5. apríl. Ósk Vilhjálmsdóttir verður leiðsögumaður með hópnum 5. – 15. Apríl. En það stendur til boða að eiga tvo heila daga á lúxus ævintýralegu Kasbah við sjóinn í upphafi ferðar. Þrjár gistinætur, 2.-5. apríl án leiðsögumanns.

Leiðin liggur til Suður Marokkó um sjávarþorp, miðaldaborgir og blómlegar sveitir. Við kynnumst mögnuðum jarðmyndunum í Anti-Atlasfjöllum og fornri handverkshefð úr menningarbrunni berba, araba, gyðinga, spánverja og frakka.

Leirhús Norður Afríkubúa er áhugaverð og minnir um margt á torfhúsahefð okkar, en byggingarhefðin hefur haldist óbreytt frá því á dögum Krists. Við fáum innsýn inní heimilisiðnað sem lifir góðu lífi í Marokkó líkt og fyrir nokkrum öldum á Íslandi. Ferðin er leiðangur sem farinn er á tímavél, stefnt nokkrar aldir aftur í tímann og við tökum með okkur til baka aldagamla þekkingu fortíðar inn í framtíðina.

A) 2.- 5. apríl: Mirleft
Lending í Agadir að kvöldi 2. apríl. Hópurinn sóttur á flugvölllinn, ekið (2,5 klst) suður með sjó að tignarlegu Kasbah í námunda við bæinn Mirleft við Atlantshafsströndina.
2. og 4. apríl: Hvíldardagar í þægilegu Kasbah hóteli við hafið. Gott að slaka á við sundlaugarbakka eða á stöndinni. Einnig má njóta frjálsra gönguferða og náttúruskoðunar. Mirleft er í um hálftíma göngufjarlægð og auðvelt líka að taka leigubíl þangað. Legzira ströndin er í 20 mínútna akstursfjarlægð. Hún fræg fyrir rauðan magnaðan gatklett. Einnig má skreppa í bæinn Sidi Ifni (30 mín) er fiskiþorp og gömul spænsk nýlenda, þekkt fyrir art deco byggingar í björtum litum.
Morgunverðir innifaldir.

B) 5. apríl: Agadir – Tafraoute
Þeir sem kjósa að hefja ferð 5. Apríl, hitta Ósk leiðsögumann á flugvellinum í Agadir. Ekið til Tafraoute þar sem við hittum þá ferðafélaga sem hófu ferð fyrr.

5. – 8. apríl: Tafraoute
Á leiðinni frá Mirleft til Tafraoute er viðkoma í borginni Tiznit sem er þekkt fyrir handverk og gullsmíði. Við gistum næstu 3 nætur í námunda við bæinn Tafraoute í tignarlegu fjalllandslagi í vestanverðum Anti-Atlas-fjallgarðinum. Þarna er sannkölluð undraveröld sem lætur engan ósnortinn. Við heimsækjum gamalt berbaheimili sem í dag er safn og verðum margs vísari um heimamenn og menningu þeirra. Gönguferðir í mögnuðu granít landslagi í Ammeln dalsins og heimsókn í bæinn sem er þekktur fyrir handunna skó. Við skoðum risavaxið landslagsverk eftir belgíska listamanninn Jean Verame, bláu steinana sem vekja til umhugsunar um mörk náttúru og listsköpunar. Við gistum í fallegu sveitahóteli sem frönsk hjón reka og annast af mikilli alúð. Sundlaug í garðinum og dýrindis fransk-marokkóskir morgun- og kvöldverðir.
Morgun- og kvöldverðir innifaldir.

8. – 10. apríl: Sveitasæla
Við ökum yfir í annað hérað í fjallasal Anti-Atlasfjalla. Við byrjum á því að koma okkur fyrir í ævintýralegu 13. aldar borgarvirki, Kasbah Tizourgane sem stendur á grýttum tindi á miðri sléttunni, eins og drottning í graníthásæti. Borgarvirkið hefur verið endurreist og býður uppá einfalda gistingu. Heimsókin felur í sér tímaferðalag, sem hefst á 13. öld. Hér er aldagamalt byggingarlistarmeistaraverk, á lista yfir mikilvægustu þjóðarargersemar í Marokkó. Við förum í gönguferð og heimsækjum local sveitamarkað í nærliggjandi þorpi.
Morgun- og kvöldverðir innifaldir.

10. – 13. apríl: Taroudant
Nú er komið að því að kynnast borgarmenningu Marokkó. Við ferðumst til Taroudant, sem stundum er kölluð litla Marrrakesh. Kynnumst souk-verslunarlífi og mannlífi innan veggja gömlu medinunnar. Við gistum á ævintýralegum sælureit fyrir utan skarkala borgarinnar og þar gefst tækifæri til að sóla sig á sundlaugarbakka og hvíla sig á borgarlífinu.
Morgun- og kvöldverðir innifaldir.

13. – 15. apríl: Agadir
Við njótum síðustu daganna í Agadir. Heimsækjum eitt stærsta souk Afríku, Souk El Had í Agadir, sólum okkur á ströndinni áður en við höldum heim.
Einungis morgunverðir innifaldir.

15. apríl: heimferð / möguleiki á aukadegi í Marrakesh, og heimferð með morgunflugi frá Marrakesh 16. apríl. 

Verð 5. – 15. apríl : 251,200
Verð 2. – 15. apríl : 295,600
Verð miðast við að tveir deili herbergi. Flug er ekki innifalið við veitum aðstoð við bókun

Fjöldi: 8 – 14 manns

Innifalið í verði*:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og frá hóteli á flugvöll
  • gistingar með morgunverði
  • 8 kvöldverðir 
  • Akstur í ferð
  • Leiðsögumaður 5—15. apríl (Ósk Vilhjálmsdóttir)
  • Náttúruskoðun, heimsókn á berbasafn, gönguferðir  

*Gistináttagjald (um 350 kr á nótt pr mann) er ekki innifalið en greiðist á staðnum.

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi