innanlands

Guðrún Sigfúsdóttir & Ragna Ólafsdóttir

Þriggja daga ferð okkar vinkvennanna á Torfajökulsháhitasvæðið var engu lík. Við vorum fimm, fararstjórinn og fjórir leiðangursmenn, alein í heiminum, þótt bak við fjallgarðinn væri sjálfur Laugavegurinn. Landslag og litir, gróðurfar og andrúmsloft minnti á þann góða veg. Gist var í Dalakofanum, skála Útivistar í útjaðri Torfajökulssvæðisins við aura Markarfljóts, í tvær nætur. Allur aðbúnaður góður þar og matur fararstjórans, Óskar Vilhjálmsdóttur, í hæsta gæðaflokki, einkar gómsætur og vel fram borinn. Hún kann sitt fag, hvort heldur það snýr að leiðsögn eða matseld! Hápunkturinn var svo fjallabaðið, um förutíu stiga heitur leirhver beið okkar þolinmóður í einni hvilftinni. Þúsund þakkir fyrir frábæra og vel heppnaða ferð!

Guðrún Sigfúsdóttir & Ragna Ólafsdóttir Company