Marrakesh & Atlasfjöll — október 2022

100.000 kr.259.900 kr.

Miðaldaborgin Marrakesh og gönguferð í Toubkal fjallgarðinum 

21. – 30. október 2022

Fjöldi: 4 – 14 manns

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Leiðin liggur til Marrakesh, miðaldaborgina sem ilmar og iðar af mögnuðu mannlífi. Borgin er sannkallaður töfraheimur. Eftir 2 nætur í Marrakesh hefst leiðangur í Há-Atlasfjöllin. Þar kynnumst við allt öðrum víddum mannlífs og náttúru. Við kynnumst matseld, húsagerðarlist og handverkshefð úr menningarbrunni Berba.

Leirhús Norður-Afríkubúa blasa við okkur alls staðar en byggingarhefðin hefur haldist óbreytt frá því á dögum Krists. Við heimsækjum heimamenn og fáum innsýn inní heimilisiðnað sem lifir góðu lífi í Marokkó líkt og fyrr á öldum á Íslandi. Ferðin er leiðangur sem farinn er í tímavél, stefnt er nokkrar aldir aftur í tímann og við tökum með okkur til baka aldagamla þekkingu fortíðar inn í framtíðina.

21. okt: Komudagur (möguleiki að koma fyrr til Marrakesh)
Gisting í riadi innan gömlu medínunnar í Marrakesh.

22. okt: dagur til að kynnast Marrakesh og undirbúa leiðangur.
Önnur nótt í Marrakesh.

23. okt: Rúmlega klukkustundar akstur til Há-Atlasfjalla. Leiðangurinn hefst í litlu fjallaþorpi þar sem við hittum leiðsögumenn okkar. Við fylgjum múldýrastígum yfir dali og hálsa, eikar- og einiberjaskóga. Næturstaður í heimkynnum Berba í 1600m hæð.

25. okt:: Morgunganga upp háls Tizi N’agourant (2200m) þaðan er frábært útsýni yfir hæstu fjöll Norður-Afríku. Við höldum áfram yfir beitilönd og skoðum falleg fjallaþorp á leiðinn. Gistum í einu slíku. Um 6 tíma ganga.

26. okt: Leiðin liggur áfram um þorp og dali. Þar vaxa valhnetu- epla og alls kyns ávaxtatré, heimamenn rækta sína aldingarða að gömlum sið. Við gistum í þorpinu Tizi n’Oussoul en tilvalið að fara í hefðbundið hammam í lok dags. Um 6 tíma ganga.

27. okt: Áfram er haldið um hæðir og hálsa þar sem vatni er veitt yfir grösuga dali. Síðasta nóttin í fjallasal að loknum góðum göngudegi.

28. okt: Fleiri dalir og fögur þorp, tignarlegt landslag. Við kveðjum heimkynni Berba og fjallalífið í bili, ökum til byggða og endum daginn í notalegu riadi í gömlu medínunni í Marrakesh.

29. okt: Frjáls dagur í ævintýraborginni. Njótum þess að reika um souk, markaði og garða, tilvalið að skoða kaktusagarð og safn Yves St. Laurent, Jardin Majorelle, og jafnvel skella sér í eitt gott hammam fyrir heimferðina. Hátíðarkvöldverður og síðasta nóttin í riadi í gömlu medinunni.

30. okt: Heimferð frá Marrakesh**

Verð: 1,185 EUR 

Viðbótarkostnaður vegna einstaklingsherbergis í Marrakesh: 168 EUR

Innifalið:

  • Akstur frá flugvelli á hótel og frá hóteli á flugvöll
  • Allur akstur í ferð
  • 4 gistinætur með morgunverði í riadi í Marrakesh (fyrir og eftir leiðangur) 2 kvöldverðir í Marrakesh
  • 5 daga leiðangur í Atlasfjöllum með fullu fæði
  • Farangurstrúss, matseld og lókal fjallaleiðsögumenn í leiðangri
  • Íslenskur fararstjóri (Ósk Vilhjálmsdóttir)

Fjöldi: 4 – 14 manns

*Flugið er ekki innifalið en við aðstoðum við bókun

** í boði að fá sérsniðið framhald ferðar td. dásemdardvöl í strandbænum Essaouira.

frekari upplýsingar: osk@wanderlust.is eða í síma 6914212

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Bóka ferð:

Greiða staðfestingargjald, Greiða ferð, Aukagjald einn í herbergi