Erlendis

Hálendisferðir bjóða uppá fjölbreytta leiðangra og ævintýraferðir. Við tökum einnig að okkur að sérsníða ferðir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Frekari upplýsingar: osk@wanderlust.is eða í síma 6914212

Irma Erlingsdóttir

Að heimsækja Marokkó felur í sér ferðalag margar aldir aftur í tímann og kennslustund í samtímasögu og –pólitík. Í ferðinni með Hálendisferðum eru öll skilningarvitin virkjuð. Við nutum sérstæðs landslags, í fjallahéruðum, í eyðimörkinni og við sjávarsíðuna, og ævintýralegrar byggingarlistar innan húss sem utan. Umgörð sem er studd af upplifun af magnaðri matarmenningu þessa lands og sögunni allri í þátíð og nútíð.“

Irma Erlingsdóttir
Björg Vilhjálmsdóttir

Ég upplifði einstakt ferðalag! Ósk skipulagði Marokkó ferðina af mikilli snilld og ég get ekki þakkað henni nægilega fyrir allt ævintýrið. Mér finnst eins og ég hafi ekki komið söm heim. Hún kynnti fyrir okkur staði sem flestir ferðamenn sjá ekki. Við fórum inná heimili fólksins í Hamingjudalnum, þvældumst um ævintýralega mannþröngina í medínunni í Fes og lékum okkur við kraftmikið ölduhafið í Essaouira, sögufrægu borginni við Atlandshafið. Ég er djúpt snortin. Takk fyrir mig!

Björg Vilhjálmsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir

Ferðin með Hálendisferðum til Marokkó 25. mars til 10. apríl 2016 var í alla staði dásamleg og upplifun sem við þráum og eigum eftir að njóta lengi. Allt frá upphafi var ljóst að við vorum í góðum höndum frábærs fararstjóra, Óskar Vilhjálmsdóttur, sem af fagmennsku og útsjónasemi leiddi okkur um hinn ótúrlega fjölbreytileika í Marokkósku samfélagi. Ekki sakaði heldur að félagsskapurinn var einstakur. Einn helsi styrkleiki ferðarinnar fólst í því að dvelja hæfilega lengi á hverjum stað og njóta leiðasagnar heimamanna. Við erum komin á bragðið og erum þegar farin að hlakka til næstu ferðar undir leiðsögn Óskar.

Þórhallur Vilhjálmsson & Sólveig Bjarnadóttir
Dóra Emils

Að koma til Marokko var eins og að stíga inní annan heim..Heim fullan af nýjum litum ,hljóðum ..lyktum..frumorku ..Ævintýri sem aldrei gleymist og heldur áfram innra með manni…svo ótrúlega langt í burtu og svo framandi..en samt svo stutt að ferðast til…Takk fyrir mig

Dóra Emils