Hlaupaferð – dagsferð um Fimmvörðuháls

25.400 kr.36.700 kr.

fjölbreytt hlaupaleið um kjarrivaxin gil Þórsmerkur og tignarlega fjallstinda – ægifagran jöklasal –  fossaröð Skógár

25. júní 2022

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Ferðinni er heitið í Þórsmörk um Fimmvörðuháls eina fegurstu og vinsælustu gönguleið landsins. Leiðin er afar fjölbreytt og liggur í gegnum kjarrlendi Þórsmerkur og grösugar heiðar, upp hálsinn á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Svo birtist hafið og fossaröð Skógár sem við njótum þess að fylgja alla leið að Skógarfossi þar sem bíllinn bíður okkar með hressingu og heitt á brúsa.

Tilvalið fyrir þá sem vilja sameina hlaup og fjallamensku.

Verð: 22.900 (+ vsk)*

Innifalið í verði:

  • leiðsögu-hlaupari (tveir ef hópur fer yfir 8 manns)
  • Fjallatrukkur Hvolsvöllur-Básar
  • Transfer Skógar-Hvolsvöllur
  • Létt hressing í lok hlaups

Fyrirkomulag:
Hópurinn hittist á við Lava Center á Hvolsvelli kl. 9:30 þar sem við eigum stefnumót við bílstjóra og fjallatrukk. Ekið í Þórsmörk, að Básum þar sem við hefjum leiðangurinn. Um 26 km hlaup með uþb. 1100 m hækkun.
Hópurinn sóttur síðdegis við Skógarfoss og ekið til baka á Hvolsvöll.

*Boðið uppá gistingu og hátíðarkvöldverð í ævintýralegum torfhús-skála í Fljótshlíð á laugardagskvöldinu og morgunhlaupi daginn eftir. Aukakostnaður 9,900