Náttúruskóli

35.000 kr.68.600 kr.

Náttúruskoðun og myndlist – námskeið fyrir börn og unglinga

Árið 2007 stofnuðu Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal til náttúruskóla. Þær eru báðar myndlistarmenn og hafa langa reynslu af kennslu og leiðsögn ferðahópa.
Tilgangur náttúruskólans er að efla tengsl barna og unglinga við landið og örva um leið athyglisgáfu og næmi þeirra fyrir umhverfinu, skerpa skilningarvitin.

Við viljum opna augu þeirra fyrir ævintýralegri eldfjallaeyju sem er í sífelldri mótun sköpunar og eyðingar. Við hugum að samspili manns og náttúru. Manninum í náttúrunni og náttúrunni í manninum.
Markmiðið er að börnin þroski ekki aðeins með sér með sér næmi gagnvart landinu heldur einnig kunnáttu til að njóta útivistar.
Áhersla er lögð á að þau geti spjarað sig í náttúrunni. Þau læra að lesa landið og að lesa landakort og kynnast göngutækni í mismunandi landslagi. Þau læra líka á matseld undir berum himni og við nýtum okkur kosti jarðhitans.
Þáttaka í ferðahópi gefur dýrmæta möguleika á félagslegum þroska. Auk þess er vert að minnast á þann menningarþátt sem á sér stað í ferðahópum og felst meðal annars í söng, vísubrotum, upplestri, frásögnum og leikjum.

 

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , ,

Útivist og náttúruskoðun fyrir börn